Fleiri kjósa Vinstri hreyfinguna - grænt framboð og Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, borið saman við síðustu alþingiskosningar, en fylgi annarra flokka minnkar, skv. þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið dagana 18.-24. febrúar sl. Var könnunin gerð áður en flokksþing Framsóknarflokksins fór fram um síðustu helgi.
Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 39,3% (var 33,7%) og fylgi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eykst um nær helming, mælist nú 16,5% (var 8,8%). Fylgi annarra flokka dregst saman. Samfylkingin fengi 25,5%, Framsóknarflokkurinn 12,5% og Frjálslyndi flokkurinn 5,8% atkvæða. Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.