Esso og Olís lækkar eldsneytisverð á ný

Olíufélagið Esso og Olís hafa ákveðið að lækka verð á bensíni og dísilolíu að nýju en verðið var hækkað um mánaðamótin. Hefur lítrinn af bensíni, dísil- og gasolíu nú lækkað um 2,50 krónur. Er alengt sjálfsafgreiðsluverð á bensíni 98,70 krónur á stöðvum félaganna tveggja og algengt verð á díselolíulítra er 46,20 krónur.

Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu öll verð á eldsneyti um mánaðamótin og Orkan hækkaði einnig verð á stöðvum úti á landi um 2 krónur en hefur nú lækkað það aftur og er verðið nú allstaðar það saman, 97,10 krónur bensínlítrinn og 44,60 krónur olíulítrinn.

Atlantsolía breytti hins vegar ekki verði á sjálfsafgreiðslustöðvum sínum og er það áfram það sama, 97,20 krónur bensínlítrinn og 44,70 krónur olíulítrinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka