Guðfinna Einarsdóttir, 108 ára og 46 daga gömul

Guðfinna Einarsdóttir.
Guðfinna Einarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef það bara ágætt og er vel frísk. En ég er samt orðin fremur léleg, máttlítil og hálfslöpp og geng um með göngugrind. En dóttir mín hugsar vel um mig," sagði Guðfinna Einarsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún fæddist 2. febrúar 1897 og er í dag 108 ára og 46 dögum betur. Er það hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð svo vitað sé með vissu. Halldóra heitin Bjarnadóttir, sem fædd var 14. október 1873 og andaðist 28. nóvember 1981, náði því að verða 108 ára og 45 daga gömul. Samkvæmt manntalinu 1703 var einn karl þá skráður 110 ára, en víst þykir að aldur hans hafi verið rangt skráður.

Rætt er við Guðfinnu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert