Nóatún veitir slökkviliðsmönnum þakklætisvott fyrir vaska framgöngu

Sverrir Björn Björnsson, formaður Brunavarðafélags Reykjavíkur og nokkrir slökkviliðsmenn veittu …
Sverrir Björn Björnsson, formaður Brunavarðafélags Reykjavíkur og nokkrir slökkviliðsmenn veittu styrk Nóatúns viðtöku úr hendi Sigurðar Arnar Sigurðssonar forstjóra Kaupáss. mbl.is/Júlíus

Slökkviliðsmönn­um var þökkuð fram­ganga þeirra við slökkvistarf í stór­bruna í des­em­ber sl. í húsa­kynn­um Nóa­túns við Hring­braut í Reykja­vík er end­ur­gerð og full­kom­in versl­un var opnuð í hús­inu í dag.

Stjórn­end­ur Nóa­túns af­hentu slökkviliðsmönn­um þakk­lætis­vott fyr­ir vel unn­in störf með því að leggja 500.000 krón­ur í Líkn­ar­sjóð bruna­varðafé­lags Reykja­vík­ur.

Mark­mið líkn­ar­sjóðsins er að veita fé­lags­lega og fjár­hags­lega aðstoð þeim sem orðið hafa fyr­ir áföll­um. Sjóður­inn var sér­stak­lega stofnaður með það í huga að störf slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna verða hættu­legri með hverju ári. Hon­um er ætlað að standa að baki slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­mönn­um og fjöl­skyld­um þeirra við áföll.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert