Slökkviliðsmönnum var þökkuð framganga þeirra við slökkvistarf í stórbruna í desember sl. í húsakynnum Nóatúns við Hringbraut í Reykjavík er endurgerð og fullkomin verslun var opnuð í húsinu í dag.
Stjórnendur Nóatúns afhentu slökkviliðsmönnum þakklætisvott fyrir vel unnin störf með því að leggja 500.000 krónur í Líknarsjóð brunavarðafélags Reykjavíkur.
Markmið líknarsjóðsins er að veita félagslega og fjárhagslega aðstoð þeim sem orðið hafa fyrir áföllum. Sjóðurinn var sérstaklega stofnaður með það í huga að störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verða hættulegri með hverju ári. Honum er ætlað að standa að baki slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum og fjölskyldum þeirra við áföll.