Herjólfur fékk í skrúfuna í Vestmannaeyjahöfn

Lóðsinn þurfti að snúa og ýta Herjófi að bryggju.
Lóðsinn þurfti að snúa og ýta Herjófi að bryggju. mbl.is/Sigurgeir

Þegar Vestsmannaeyjaferjan Herjólfur var að leggja að bryggju klukkan 15:45 í Vestmannaeyjum í dag fékk hann dekkjalengju í skrúfuna með þeim afleiðingum að önnur aðalvélin stöðvaðist. Kalla þurfti til Lóðsinn til að koma Herjólfi að bryggju.

„Á þessu stigi sjáum við ekki skemmdir á skipinu en þessi dekk hafa eflaust legið á botninnum. Þegar þetta gerðist þá var kominn spotti að framan þannig að það skipti miklu máli, Við munum fara í gegnum þetta og skoða nánar,“ sagði Guðfinnur Þór Pálsson rekstrarstjóri Samskipa í Vestmannaeyjum.

Að sögn sjónarvotta átti afturendi skipsins stutt eftir í klappirnar vestan við bílabrúnna þegar Lóðsinn kom og ýtti skipinu að bryggju. Búið að binda eitt band að framan þegar óhappið átti sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert