Líkamsárás á 17 ára pilt á Akureyri upplýst

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/Skapti

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri hef­ur að und­an­förnu rann­sakað al­var­lega lík­ams­árás er átti sér stað að kvöldi föstu­dags­ins 11. mars sl. Það kvöld til­kynnti 17 ára gam­all pilt­ur að hann hafi verið lokkaður upp í bif­reið til manna sem hann þekkti lítið og í kjöl­farið var hon­um misþyrmt. Pilt­ur­inn sagði lög­reglu að hann hefði það eitt unnið til sak­ar að hafa boðið syst­ur eins brota­mann­anna upp í bíl sinn og seg­ir lög­regla að hinir grunuðu hafi staðfest það.

Pilt­ur­inn var eins og áður sagði lokkaður upp í bíl. Var hon­um síðan skipað að fara ofan í far­ang­urs­geymslu bíls­ins og var ekið út fyr­ir bæ­inn þar sem bíll­inn var stöðvaður. Út komu tveir menn sem slógu pilt­inn í and­litið þar sem hann lá í myrkri niðri í far­ang­urs­geymsl­unni. Einnig ógnaði ann­ar maður­inn hon­um með kúbeini. Síðan var ekið til baka að svæði við Kalbaks­götu þar sem nokk­ur verk­stæði eru til húsa. Þar var far­ang­urs­geymsl­an aft­ur opnuð og pilt­ur­inn sleg­inn. Þá var hon­um kippt upp úr skott­inu og sparkað í and­lit hans meðan hann stóð uppi og trampað ofan á höfði hans eft­ir að hann féll niður á planið. Bol­ur sem hann klædd­ist var rif­inn utan af hon­um. Hann var rif­inn úr skóm og sokk­um og bux­urn­ar slitn­ar af hon­um. Pilt­ur­inn var svo dreg­inn ber eft­ir mal­ar­lögðu plan­inu sem var að hluta til þakið snjó.

Eft­ir að hafa bæði barið og sparkað í pilt­inn tóku árás­ar­menn­irn­ir föt hans, pen­inga og síma og óku á brott. Pilt­ur­inn stóð þá einn eft­ir í kulda og myrkri með stórt svöðusár á baki. Eft­ir þetta komst hann við ill­an leik hálfnak­inn og ber­fætt­ur upp í miðbæ Ak­ur­eyr­ar þar sem hann var að sæta fær­is til að kom­ast inn á leigu­bif­reiðastöðina BSO þegar skóla­fé­lagi hans kom þar að fyr­ir til­vilj­un og veitti hon­um aðstoð.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri áttu alls fimm manns aðild að árás­inni og hafa þeir all­ir komið við sögu í fíkni­efna­mál­um í bæn­um. Þrír höfðu sig mest í frammi. Ekki er um að ræða sömu menn og voru að verki þegar 12 kúl­um var skotið úr loft­byssu á ann­an 17 ára pilt á Ak­ur­eyri ný­lega.

Lög­regl­an seg­ir, að árás­ar­menn­irn­ir hafi nú viður­kennt að hafa sam­mælst um að gefa rang­an framb­urð af máls­at­vik­um þegar þeir voru fyrst yf­ir­heyrðir hjá lög­reglu, en skriður komst á málið í tengsl­um við rann­sókn fíkni­efna­mála sem lög­regl­an á Ak­ur­eyri hef­ur unnið að á und­an­förnu. Seg­ir lög­regl­an málið telj­ast nán­ast full­rann­sakað og verði það sent rík­is­sak­sókn­ara eft­ir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert