Ekki ESB- aðild í fyrirsjáanlegri framtíð

Efnahagslífið á Íslandi mun ekki hafa hag af aðild að Evrópusambandinu og það er engin pólitísk ástæða fyrir aðild Íslands að sambandinu, að því er fram kom hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í ræðu í Lundúnum og sagt er frá í dagblaðinu Financial Times.

Blaðið hefur eftir Ólafi að hann sjái ekki að Ísland muni sækja um aðild að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Það sé engin pólitísk ástæða fyrir aðild Íslands. Það gæti gerst einhvern tíma í framtíðinni og gæti þá byggst á því hvað gerist varðandi evruna og hver afstaða Noregs verður.

Ólafur bendir ennfremur á að í aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu séu fólgnir kostir aðildar að Evrópusambandinu, auk frelsis til að eiga í samskiptum við önnur ríki á eigin forsendum, eins og við Kína og Indland.

Í frétt Financial Times er einnig haft eftir honum að á síðustu árum hafi Ísland sýnt hvernig lítið ríki geti brugðist við hnattvæðingunni með skipulögðum og árangursríkum hætti hvað efnahagslífið snerti. "Sérhvert fyrirtæki í landinu hefur nú einstakt tækifæri til að koma sér á framfæri. Ný fyrirtæki geta nú farið inn á heimsmarkaðinn án tillits til þess hvar þau eru staðsett og fljótlega haft allan heiminn sem sitt markaðssvæði," segir Ólafur einnig í frétt Financial Times.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka