Davíð Oddsson fagnaði inngöngu Gunnars Örlygssonar í Sjálfstæðisflokkinn

Davíð Oddsson fagnar nýjum liðsmanni, Gunnari Örlygssyni.
Davíð Oddsson fagnar nýjum liðsmanni, Gunnari Örlygssyni. mbl.is/Þorkell

Gunnar Örlygsson lýsti því yfir á þingfundi um ellefuleytið í gærkvöld að hann hefði sagt sig úr þingflokki Frjálslynda flokksins og gengið til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Skömmu áður hafði þingflokkur sjálfstæðismanna samþykkt samhljóða ósk Gunnars um að ganga til liðs við flokkinn.

Gunnar sagðist hafa tekið þessa ákvörðun að vandlega athuguðu máli og að hann fyndi skoðunum sínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum.

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvaddi sér hljóðs og las upp úr síðustu þingræðu Gunnars, sem þingmanns Frjálslynda flokksins, þar sem hann gagnrýndi harðlega samkeppnisfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Vitnaði Sigurjón m.a. í þau orð Gunnars þar sem hann sagði að áherslur stjórnarliða hefðu síðustu árin einatt leitt til ójöfnuðar og misskiptingar. Gunnar skuldaði þó ekki þingmönnum Frjálslynda flokksins skýringar, heldur kjósendum sínum.

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttamenn eftir þingflokksfundinn að sjálfstæðismönnum fyndist ánægjulegt að Gunnar hefði óskað eftir því að ganga til liðs við flokkinn. Hann sagði aðspurður að Gunnar væri góður fengur fyrir flokkinn. "Ég tel að þetta sé góð viðbót fyrir flokkinn og ég vona að hann eigi eftir að starfa vel innan flokksins og líka vel samstarfið þar. Þetta náttúrlega styrkir ríkisstjórnina, því meirihluti hennar á þinginu eykst." Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert