Selma: „Erum auðvitað spæld yfir úrslitunum“

Íslenski hópurinn bar höfuðið hátt þótt það væru vonbrigði að …
Íslenski hópurinn bar höfuðið hátt þótt það væru vonbrigði að komast ekki í úrslit. Sverrir

„Við erum auðvitað drulluspæld yfir úrslitunum. Við vorum hins vegar mjög sátt við okkar frammistöðu. Við gerðum okkar besta og lögðum allt í þetta. Hvað getur maður meira gert?“ sagði Selma Björnsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision nú fyrir stundu.

Spurð hvernig henni hafi litist á niðurstöðu undankeppninnar segist Selma hafa verið afar hissa þegar ljóst var hvaða tíu lönd komust áfram. „Við áttum algjörlega heima í topp tíu. Mér fannst mjög furðulegt að Makedóníumenn og Lettland skyldu komast áfram og Holland t.d. ekki. En ég var alveg búin undir þetta. Ég var alls ekki viss um að við myndum komast áfram. Og það var ekki að ástæðulausu sem ég hef verið með ákveðin varnaðarorð að undanförnu, af því að ég skynja að landslagið í Eurovision er ekki lengur eins og við þekkjum það,“ sagði Selma og vísaði til fyrri orða sinna um að keppnin sé farin að minna á sirkus.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka