Ekki heimilt að gefa stúlku nafnið Annarósa

Manna­nafna­nefnd hef­ur hafnað beiðni um end­urupp­töku ákv­arðana nefnd­ar­inn­ar um kven­manns­nöfn­in Annarósa og Eleon­ora. Þá hef­ur nefnd­in m.a. hafnað nafn­inu Mar sem kven­manns­nafni en heim­ilað karl­manns­nöfn­in Spar­tak­us og Ljósálf­ur og kven­manns­nafnið El­ín­heiður.

Umboðsmaður Alþing­is fjallaði ný­lega um þá ákvörðun Manna­nafna­nefnd­ar að hafna er­lenda töku­orðinu Annalísa og var m.a. vísað til þess álits umboðsmanns í beiðni um end­urupp­töku úr­sk­urðar um nafnið Annarósa. Manna­nafna­nefnd seg­ir, að við fyrstu sýn kunni að virðast sem hér sé um tvö sam­bæri­leg til­vik að ræða en svo sé ekki þar sem álit umboðsmanns Alþing­is frá 2. maí sl. hafi byggst á því að heim­ilað yrði að taka upp er­lendu nafn­mynd­ina Annalísa sem ís­lenskt eig­in­nafn en hafi ekki falið í sér beiðni um viður­kenn­ingu á nýrri nafn­mynd sem mynduð væri úr tveim­ur ís­lensk­um eig­in­nöfn­um.

Manna­nafna­nefnd hafnaði á sín­um tíma nafn­inu Eleon­ora á þeim for­send­um að það teld­ist ekki ritað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls né hefði rit­hátt­ur­inn áunnið sér hefð í ís­lensku máli. Fyr­ir nefnd­ina voru lögð viðbót­ar­gögn, m.a. ljós­rit úr hjúkr­un­ar­kvenna­tali, senni­lega út­gefnu eft­ir 1962, þar sem fram kem­ur rit­hátt­ur­inn Eleon­ora og einnig ljós­rit úr kirkju­bók frá 1911 þar sem gerð er grein fyr­ir fæðingu meyj­ar þar sem nafn sömu mann­eskju er ritað Eleonóra. Nefnd­in taldi hins veg­ar að eng­in veiga­mik­il rök hefðu komið fram fyr­ir því að taka málið upp aft­ur.

Fram kem­ur í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar, að kven­manns­nafnið Janetta hef­ur verið tekið til greina. Sömu­leiðis stúlk­u­nafnið El­ín­heiður, milli­nafnið Dilj­an og karl­manns­nafnið Ljósálf­ur. Nefnd­in hef­ur hins veg­ar hafnað eig­in­nafn­inu Hnik­arr, þar sem það telst ekki ritað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls né hafi rit­hátt­ur­inn áunnið sér hefð í ís­lensku máli. Þá hef­ur nefnd­in hafnað ósk um að skíra stúlku­barn nafn­inu Mar þar sem það telst karl­manns­nafn. Þá hafnaði nefnd­in rit­hætt­in­um Spartacus en heim­ilaði nafnið Spar­tak­us.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert