Fallist á kröfur hóps stofnfjáreigenda Sparisjóðs Hólahrepps

Fallist var á kröfur sóknaraðila í máli Sparisjóðs Hólahrepps í málflutningi fyrir héraðsdómi í gær, en hópur stofnfjáreigenda í sjóðnum höfðaði málið. Dómur í málinu er væntanlegur á næstu vikum.

Málaferli í tengslum við sjóðinn hafa staðið yfir um nokkurt skeið en boðað hefur verið til nýs stofnfjárfundar og fer hann fram 23. júní nk.

Deilurnar snúast meðal annars um sölu samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga, sem átti um 40% af stofnfé í sjóðnum, á stofnfjárhlutum til stjórnenda og starfsmanna í kaupfélaginu og maka og ættingja en salan var samþykkt á stjórnarfundi í nóvember í fyrra.

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður hefur flutt málið fyrir hönd þess hóps stofnfjáreigenda sem telur að samþykki stjórnar fyrir framsali á stofnfé hafi verið ólögmætt á sínum tíma og þar með allar ákvarðanir stofnfjáreigendafundarins. Hann segir að málið sé nú í raun komið á sama stað og það var 22. nóvember í fyrra.

"Af okkar hálfu er fullur vilji til þess að styðja við, efla og endurreisa starfsemi Sparisjóðs Hólahrepps og við viljum gjarnan að sátt verði með stofnfjáreigendum um hvernig staðið verði að því. En við óttumst að hún sé ekki fengin ennþá," segir Ástráður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert