Slettu grænum lit á fulltrúa á álráðstefnu

Einn þeirra ráðstefnugesta sem fékk á sig slettur á Hótel …
Einn þeirra ráðstefnugesta sem fékk á sig slettur á Hótel Nordica í dag. mbl.is/Júlíus

Lögreglan í Reykjavík handtók fyrir stundu þrjá einstaklinga sem ruddust inn á alþjóðlega álráðstefnu, sem nú fer fram á Nordica hóteli í Reykjavík, og slettu því sem líktist grænni málningu á ráðstefnugesti. Lögregla var send á staðinn og handtók mennina. Nokkur ringulreið mun hafa skapast í ráðstefnusalnum við atvikið, sem átti sér stað rétt eftir klukkan tólf. Ráðstefnuna sitja um 200 fulltrúar úr áliðnaðinum hvaðanæva að úr heiminum. Lögregla segir að frekari upplýsingar liggi ekki fyrir um málið að svo stöddu.

Lögregla var kölluð til vegna atviksins.
Lögregla var kölluð til vegna atviksins. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert