Ökumaður keyrði á ljósastaur á Strandgötu skammt austan gatnamótanna við Glerárgötu á Akureyri í kvöld. Óhappið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:34 en tvennt var í bílnum sluppu þau án teljandi meiðsla.
Ökumaður missti vald á bílnum því hann gerði sér ekki grein fyrir hvað beygjan var kröpp, fór hann upp á umferðareyju og hafnaði á ljósastaur. Bíllinn er skemmdur og ljósastaurinn líka.