Landsvirkjun vann mótmælendur

Efnt var til knattspyrnuleiks á Kárahnjúkum í gærkvöldi milli fulltrúa Landsvirkjunar og leiklistarhóps sem hefur komið sér fyrir í tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka.

Að sögn fór leikurinn fram í mesta bróðerni í lónsstæðinu skammt frá búðunum og lyktaði honum með 3:1 sigri Landsvirkjunarmanna. Eftir leik fengu Landsvirkjunarmenn að gjöf boli frá mótherjunum með mynd af manneskju að henda Íslandi í ruslafötu. Fulltrúar leiklistarhópsins fengu á móti að gjöf forláta græn vesti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka