Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fundu í kvöld erlendan ferðamann, sem hafði sett neyðarsendi í gang á Langjökli þar sem hann taldi sig ófæran um að halda áfram vegna eymsla í baki. Grafa þurfti upp búnað ferðamannsins og var hann síðan fluttur niður af jöklinum.
Lögreglan á Selfossi tilkynnti klukkan 16 í dag formanni svæðisstjórnar svæði 3 á Suðurlandi, að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi numið sendingu frá neyðarsendi á Langjökli og að þyrlan væri farin á staðinn til að reyna að miða út sendinn. Björgunarsveitir á Suðurlandi og Vesturlandi voru kallaðar út og tóku 30 menn á 12 vélsleðum og 6 bílum tóku þátt í leitinni ásamt starfsmönnum á Skálparnesi á snjótroðara og vélsleðum.
Björgunarsveitir fóru strax á þann stað sem þyrlan hafði staðsett og fundu erlendan ferðamann, sem hafði sett neyðarsendi í gang á Langjökli þar sem hann taldi sig ófæran um að halda áfram vegna eymsla í baki. Grafa þurfti upp búnað ferðamannsins og var hann síðan fluttur niður af jöklinum. Aðgerðum lauk um kl 23 í kvöld.