Umsóknarfrestur um embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins rann út í dag. Menntamálaráðuneytinu hafa borist tuttugu og tvær umsóknir um embættið og segir að ekki sé útilokað að fleiri umsóknir eigi eftir að berast í pósti. Menntamálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. september 2005.
Umsækjendurnir eru:
Adolf Petersen
Andri Júlíusson
Atli Þór Fanndal
Árni Matthíasson
Ása Richardsdóttir
B. Davíð Husby
Birgir Guðmundsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Bjarni Guðmundsson
Börkur Gunnarsson
Elín Hirst
Gísli Þór Gunnarsson
Gústaf Níelsson
Jón Ásgeir Sigurðsson
Lárus Guðmundsson
Óli H. Þórðarson
Páll Magnússon
Runólfur Ágústsson
Sigrún Stefánsdóttir
Sigurjón Kjartansson
Tryggvi Gíslason
Þorgils Björgvinsson.