Bílstjórar ráðgera að trufla umferð úr borginni

Hópur atvinnubílstjóra ráðgerir að loka gatnamótum Vesturlands- og Suðurlandsvegar á fimmtudag eða föstudag fyrir verslunarmannahelgi til að mótmæla verðhækkunum á dísilolíu, að sögn Sturlu Jónssonar vörubílstjóra. Hann segir að mikil óánægja ríki á meðal atvinnubílstjóra með þessa hækkun dæmi séu um að vörubílstjórar geti þurft að kaupa olíu fyrir 30-50 þúsund krónur á dag eftir hækkunina.

Hann segir að ráðgert sé að loka vegunum í tvo til fjóra tíma og búast megi við mikilli umferðarteppu. Þá hafi komið upp hugmyndir um að loka Reykjanesbrautinni til að trufla millilandaflug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert