Héraðsbúar kæla sig í Eyvindará

mbl.is/Ólafía Herborg

Einstök veðurblíða hefur verið á Fljótsdalshéraði í dag og hefur kvikasilfrið í óopinberum hitamælum farið vel yfir 20 stig. Á svona dögum er lítið annað hægt en að fækka fötum og kæla sig niður. Gamla brúin yfir Eyvindará og umhverfi hennar nýtur mikilla vinsælda sem stökkpallur ofan í ískalda og tæra ána. Er þessi íþrótt stunduð af fólki á öllum aldri og kyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert