Konum bannað að vera berbrjósta á ströndum Ítalíu nema liggjandi

Ítölsk yfirvöld banna konum að vera berar að ofan á …
Ítölsk yfirvöld banna konum að vera berar að ofan á ströndinni nema liggjandi. Spurning hversu langt þær mega reisa sig upp og er þeim þá líka bannað að sitja? Brynjar Gauti

Konum hefur verið bannað vera berar að ofan á ítölskum ströndum nema þær liggi. Samkvæmt nýjum reglum verða konur að hylja sig þegar þær ganga um, baða sig í sjónum og spila blak.

Ítalska almenningsbaðasambandið setur reglurnar. Samkvæmt nýju reglunum er líka bannað að spila fótbolta á ströndinni, hengja upp blaut föt til þerris á sólhlífar á ströndinni og drekka áfengi, að því er fram kemur á fréttavef Ananova.

Riccardo Scarselli, forseti sambandsins, segir að hegðun fólks á ströndinni versni sífellt. „Fólk heldur að það geti gert allt sem það vill, bara af því það er komið í sundfötin,“ segir hann.

Þá er fólki líka bannað að lauma sér í sundfötin undir handklæðinu sínu á ströndinni.

„Það er nóg af klefum þar sem fólk getur skipt um föt í og það á að nota þá,“ sagði Scarselli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka