Ísland í 2. sæti á lista SÞ yfir lífskjör þjóða

Lífsgæði eru óvíða meiri en á Íslandi.
Lífsgæði eru óvíða meiri en á Íslandi. mbl.is/Rax

Ísland er í 2. sæti á eftir Noregi á nýjum lista Sameinuðu þjóðanna þar sem ríkjum heims er raðað eftir lífskjörum og ríkidæmi. Listinn er birtur í tengslum við árlega þróunarskýrslu og er þar miðað við ýmsa þætti, svo sem ævilíkur, læsi og verga landsframleiðslu. Ísland hefur verið í 2. sæti á þessum lista frá árinu 2003.

Í skýrslunni kemur fram, að lífskjör í Afríku sunnan Sahara og í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna hafi versnað frá því slíkur listi var fyrst birtur árið 1990. Af 177 ríkjum, sem eru á listanum, eru 20 neðstu öll í Afríku.

Efstu ríkin á listanum eru eftirtalin:

  1. Noregur
  2. Ísland
  3. Ástralía
  4. Lúxemborg
  5. Kanada
  6. Svíþjóð
  7. Sviss
  8. Írland
  9. Belgía
  10. Bandaríkin
  11. Japan
  12. Holland
  13. Finnland
  14. Danmörk
  15. Bretland
  16. Frakkland
  17. Austurríki
  18. Ítalía
  19. Nýja-Sjáland
  20. Þýskaland

Í neðstu sætum eru:

158. Nígería
159. Rúanda
160. Angóla
161. Erítrea
162. Benín
163. Fílabeinsströndin
164. Tansanía
165. Malaví
166. Zambía
167. Lýðveldið Kongó
168. Mósambík
169. Búrundí
170. Eþíópía
171. Miðafríkulýðveldið
172. Gínea-Bissau
173. Tsjad
174. Malí
175. Búrkina Faso
176. Sierra Leone
177. Níger

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert