Ísland er í 2. sæti á eftir Noregi á nýjum lista Sameinuðu þjóðanna þar sem ríkjum heims er raðað eftir lífskjörum og ríkidæmi. Listinn er birtur í tengslum við árlega þróunarskýrslu og er þar miðað við ýmsa þætti, svo sem ævilíkur, læsi og verga landsframleiðslu. Ísland hefur verið í 2. sæti á þessum lista frá árinu 2003.
Í skýrslunni kemur fram, að lífskjör í Afríku sunnan Sahara og í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna hafi versnað frá því slíkur listi var fyrst birtur árið 1990. Af 177 ríkjum, sem eru á listanum, eru 20 neðstu öll í Afríku.
Efstu ríkin á listanum eru eftirtalin:
Í neðstu sætum eru:
158. Nígería
159. Rúanda
160. Angóla
161. Erítrea
162. Benín
163. Fílabeinsströndin
164. Tansanía
165. Malaví
166. Zambía
167. Lýðveldið Kongó
168. Mósambík
169. Búrundí
170. Eþíópía
171. Miðafríkulýðveldið
172. Gínea-Bissau
173. Tsjad
174. Malí
175. Búrkina Faso
176. Sierra Leone
177. Níger