Hættuástand í Gimli

"Hér er hættuástand," segir Grétar Axelsson í Íslendingabænum Gimli í Kanada en miklar ráðstafanir eru nú gerðar vegna mikillar flóðahættu á vesturströnd Winnipegvatns.

Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, tilkynnti á dögunum að fylkisstjórnin myndi verja átta milljónum dollara, um 425 milljónum íslenskra króna, í flóðavarnir við suðurhluta Winnipegvatns á næstu dögum og vikum og lýst hefur verið yfir neyðarástandi í Gimli og fleiri stöðum við vesturströnd vatnsins.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert