Erilsamt hjá lögreglunni í Reykjavík

Dreng­ur á tví­tugs­aldri fót­brotnaði þegar hann varð fyr­ir bíl á Breiðholts­braut um klukk­an þrjú í nótt. Að sögn lög­regl­unn­ar í Reykja­vík var dreng­ur­inn ásamt tveim­ur fé­lög­um sín­um að fara yfir göt­una þegar hann varð fyr­ir bíln­um. Var hann flutt­ur á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar. Að öðru leyti var nótt­in er­il­söm vegna drykkju­láta víða um borg í embætti lög­regl­unn­ar í Reykja­vík.

Var tölu­vert um út­köll vegna drykkju­láta. Vanda­mál­in voru minni­hátt­ar og flest leyst þegar á staðinn var komið, að sögn lög­regl­unn­ar.

Þá voru sex tekn­ir fyr­ir ölv­un und­ir stýri í nótt og mega þeir bú­ast við svipt­ingu öku­leyf­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert