Síminn og Kópavogsbær gera fjarskiptasamning

Samningur, sem Síminn og Kópavogsbær skrifuðu undir í morgun, felur m.a. í sér að Kópavogur verður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi til þess að njóta þjónustu sem Síminn býður brátt í samvinnu við Íslenska sjónvarpsfélagið. Um er að ræða myndveitu, eins konar myndbandaleigu, en hægt verður að leigja sér sjónvarpsefni í gegnum valmynd í sjónvarpinu.

Fram kemur á heimasíðu Kópavogsbæjar, að með samningnum muni Síminn sjá til þess að allir íbúar í Kópavogi verði fyrstir til þess að fá aðgang að fjölda sjónvarpsstöðva með fjölbreyttu sjónvarpsefni í gegnum hágæða ADSL tengingu Símans, ásamt háhraða interneti, á sem bestu fáanlegum kjörum hverju sinni.

Aðilar gera jafnframt með sér samkomulag um að unnið verði að gerð sjónvarpsrásar fyrir Kópavogsbæ sem ætlað er að veita upplýsingar til íbúa bæjarins um þjónustu og viðburði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert