Samtökin Vinir einkabílsins stofnuð

mbl.is

Samtökin Vinir einkabílsins voru formlega stofnuð í dag á stofnfundi á Hótel Sögu, segir í tilkynningu frá samtökunum nú síðdegis. Markmið samtakanna sé að tryggja greiðari umferð einkabíla um borgina. Eggert Páll Ólason, lögfræðingur, var kosinn formaður samtakanna á fundinum.

„Það er kominn tími til að borgaryfirvöld geri einkabílnum jafn hátt undir höfði og almenningssamgöngum,“ er haft eftir Eggert Páli í tilkynningunni. Stofnun samtakanna sé „því mikilvægt skref í átt að greiðari umferð um götur borgarinnar. Ökumenn eiga betra skilið en að sitja fastir í umferðarhnútum oft á dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert