Ríkið dragi sig út úr verslunarrekstri og samkeppnisrekstri

Atkvæðagreiðsla á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Atkvæðagreiðsla á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/GSH

Í ályktun um viðskipta- og neytendamál, sem samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, segir m.a. að að í næstu skrefum í átt til einkavæðingar þurfi að felast að ríkið dragi sig út úr verslunarrekstri á borð við ÁTVR og Fríhöfnina, svo og rekstri þar sem það er í sam­keppni við einkaaðila. Megi í því sambandi nefna hluta af starfsemi Ríkisendurskoðunar og fjársýslu ríkisins. Í ályktuninni er einnig hvatt til að verslun með áfengi verði gefin frjáls.

Þá segir í ályktuninni, að húsnæðislánamarkaðurinn sé dæmi um þær framfarir sem orðið hafi í íslensku viðskipta- og atvinnulífi á síð­ustu árum. Viðskiptalífið sé farið að færa sig inn á fleiri svið en áður með jákvæðum ávinningi fyrir neyt­endur. Tímabært sé að ríkið hætti að reka lánasjóð til húsnæðiskaupa þó að það geti eftir sem áður haft hlutverki að gegna til að aðstoða þá sem ekki geti fengið lána­fyrir­greiðslu til húsnæðiskaupa í bankakerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert