Sparisjóður Norðlendinga lokar snemma á mánudaginn

Spari­sjóði Norðlend­inga verður á mánu­dag lokað kl. 14, í til­efni af því að þann dag verða liðin 30 ár frá kvenna­frí­deg­in­um sem hald­inn var árið 1975. Síðar sama dag verður hald­inn hátíðar- og bar­áttufund­ur í Sjall­an­um á Ak­ur­eyri, en þangað eru all­ar kon­ur í Eyjaf­irði hvatt­ar til að mæta og sýna sam­stöðu í verki.

Í til­kynn­ingu seg­ir Jón Björns­son, spari­sjóðsstjóri, að bæði hann og stjórn spari­sjóðsins styðji þetta fram­tak heils­hug­ar. „Við höf­um hvatt alla okk­ar starfs­menn til að sækja þenn­an fund og því verður Spari­sjóður Norðlend­inga lokaður af þessu til­efni frá og með kl. 14. mánu­dag­inn 24. októ­ber.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert