Kranabómur féllu á bílastæði við Landspítalann í Fossvogi

Kranabóman, sem féll niður á bílastæði Landspítalans.
Kranabóman, sem féll niður á bílastæði Landspítalans. mbl.is/Júlíus

Stór kranabóma féll niður við Sléttuveg í Reykjavík og lenti bóman m.a. á bílastæði við Landspítalann í Fossvogi. Búið er að loka svæðinu þar sem hugsanlegt er að undirstöður annars krana, sem er á svæðinu, séu ótraustar en sá krani mun hafa laskast við óhappið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu ekki slys á fólki.

Verið var að setja þverbómu á byggingarkrana við Sléttuveg og var notaður til þess bílakraninn. Undirstöður þess krana gáfu sig og féll bóma hans og þverbóman á jörðina. Liggja þær yfir Háaleitisbraut inn á bílastæði sjúkrahússins.

Bílakraninn sporðreistist. Ökumaðurinn var í stýrishúsinu en hann sakaði ekki.
Bílakraninn sporðreistist. Ökumaðurinn var í stýrishúsinu en hann sakaði ekki. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert