Formaður menntaráðs hvetur karlmenn til að sýna ábyrgð á kvennafrídaginn

Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar.
Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar.

Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar hvetur karlmenn til að sýna ábyrgð á kvennafrídaginn. Ljóst er að margar konur muni hverfa frá störfum sem eru samfélaginu mikilvæg og hvetur hann karlmenn til að styðja kvennabaráttuna og taka ábyrgð á skólabörnum í leik- og grunnskólum þegar kvennafrí hefst.

„Það er hluti af jafnréttisbaráttu samfélagsins að karlmenn taki meiri ábyrgð á uppeldi og umönnun og við eigum að sýna styrk okkar í verki með því að gera sem flestum konum fært að leggja niður störf á kvennafrídaginn. Konur eru stærsti hluti vinnuafls í skólum og leikskólum og því verða karlmenn að koma að málum þegar þær leggja niður störf og sýna stuðning í verki,“ segir Stefán Jón Hafstein formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar í tilkynningu til fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka