Góð kjörsókn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Valhöll.
Valhöll. mbl.is

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga 2006 hófst á hádegi í dag í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins. Samkvæmt upplýsingum þaðan hefur kjörsókn verið afar góð, það sem af er, og fólk „ruðst inn“ um leið og opnað var. Er búist við því að um þrjú þúsund manns kjósi í dag.

Sagði Ágúst Ragnarsson, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og starfsmaður prófkjörsins, að ef miðað væri við helmings kjörsókn miðað við kjörskrá, eins og verið hefði í seinasta prófkjöri, þá mætti búast við um tíu þúsund manns í þessu prófkjöri.

Aðeins verður opið á einum kjörstað í dag, Valhöll, fram til kl. 21, en á morgun verða sjö kjörstaðir opnir. „Það er góður gangur í þessu,“ sagði Ágúst um eittleytið í dag.

Á morgun verður opnað á kjörstöðum kl. 10 og lokað kl. 18. Sé smellt á tengilinn hér að neðan má skoða upplýsingar Sjálfstæðisflokksins um prófkjörið á heimasíðu flokksins.

Upplýsingar um prófkjör Sjálfstæðisflokksins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert