Þjófurinn barði mann með kylfu

Viðskiptavinur World Class í Laugum komst í hann krappan í gær þegar hann kom að manni sem var að brjótast inn í bíla. Þegar viðskiptavinurinn gerði athugasemdir við atferli mannsins gerði hann sér lítið fyrir og sló hann í andlitið með hafnaboltakylfu úr tré.

Vankaðist hinn árvökuli vegfarandi nokkuð við höggið og fékk heilahristing, en náði þó tökum á þjófnum og hélt honum niðri þangað til lögreglu bar að.

Sökum líflátshótana hins handsamaða í garð viðskiptavinarins vildi hann ekki ræða atburðinn við Morgunblaðið undir nafni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert