Nauðsynlegt að karlar axli aukna ábyrgð á jafnrétti kynjanna

Vigdís Finnbogadóttir var eina konan á karlaráðstefnunni í dag.
Vigdís Finnbogadóttir var eina konan á karlaráðstefnunni í dag. mbl.is/GSH

Í ályktun, sem samþykkt var á fundi íslenskra karla um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi í dag, segir að þeir karlar sem sóttu ráðstefnuna séu einhuga um nauðsyn þess að karlar axli aukna ábyrgð á jafnrétti kynjanna. Boðað var að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um karla og jafnréttismál á Íslandi á haustdögum 2006.

„Fram að þessu hafa konur hafa borið hitann og þungann af jafnréttisbaráttunni en jafnréttismál eiga ekki eingöngu að vera kvennamál; þau eru mannréttindamál sem karlmenn þurfa að ræða og berjast fyrir af fullum krafti. Til að ná knýja á um breytingar þurfa karlar að koma um borð og leggjast á árarnar með konum.

Jafnrétti kynjanna stuðli að betri nýtingu mannauðs. Jafnrétti kynjanna eykur verðmætasköpun. Jafnrétti kynjanna skapar afkomendum okkar öruggari framtíð. Jafnrétti kynjanna er mikilvæg forsenda fyrir farsæld og hamingju og þess vegna allra hagur," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert