Thelma Ásdísardóttir Ljósberi ársins 2005

Thelma Ásdísardóttir með viðurkenningu sína.
Thelma Ásdísardóttir með viðurkenningu sína. mbl.is/Sverrir

Thelma Ásdísardóttir varð fyrir valinu sem Ljósberi ársins 2005. Tilkynnt var um val samstarfshóps um Ljósbera í húsi Stígamóta á Hverfisgötu í gær. Samstarfshópurinn um Ljósberann hefur valið Ljósbera sl. fjögur ár og valdi hópurinn Thelmu í ár sökum þess að á einu andartaki hafi henni með ógleymanlegum hætti tekist að snerta við þjóðarsálinni þegar hún steig fram og valdi að kynna uppvaxtarár sín til þess að gefa öðrum styrk til að takast á við óhugnað og eyðingu í sjúkum uppeldisaðstæðum.

Samstarfshópur um Ljósberann túlkar það svo að saga Thelmu og úrvinnsla hennar marki spor sem myndi þáttaskil í samfélaginu í að túlka rétt barna og í að styrkja samfélagslega ábyrgð á granna sínum. "Thelma sýnir mikið hugrekki. Hún rís upp gegn ranglæti og kemur af stað mikilli umræðu sem hreyfir við velferðarkerfinu, mótar viðhorf og styrkir dómgreind og siðvit þjóðarinnar í að vinna gegn óheilbrigðum aðstæðum barna," segir m.a. í rökstuðningi hópsins.

Að mati samstarfshópsins hefur Thelma náð aðdáanlegum árangri í eigin úrvinnslu og í að ná til fólks með gildishlaðna umræðu sem styðja við leiðarljós samstarfshóps um Ljósberann.

Thelma Ásdísardóttir er starfsmaður Kvennaathvarfsins og situr í stjórn Stígamóta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka