Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega fertugan karlmann í 90 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Á hörðum diskum í tölvu mannsins fundust 349 ljósmyndir og 17 stuttar hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Maðurinn fór með tölvuna í viðgerð og fundust myndirnar við skoðun lögreglu á tölvunni eftir að hald var lagt á hana.