Eldur kom upp í bifreið sem knúin er vetni á Miklubraut í Reykjavík klukkan 14:42, ekki er vitað hvað olli eldinum á þessu stigi málsins, ekki urðu slys á mönnum og ekki virðast hafa verið um árekstur að ræða. Svo heppilega vildi til að dælubíll frá slökkviliðinu var staddur skammt frá á leið úr öðru útkalli og voru þeir komnir á slysstað á fjórum mínútum.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Framendi bílsins sem er lítill sendibíll brann en farþegarýmið slapp við skemmdir.
Þetta er búinn að vera annasamur sjúkraflutningadagur hjá slökkviliðinu og hafa þeir nú þegar á miðjum degi sinnt fimmtíu sjúkraflutningum sem þykir í meira lagi.
Einnig hefur slökkviliðið þurft að sinna þremur útköllum vegna stíflaðra niðurfalla og eldur kom upp í þvottavél í Hafnarfirði. Voru íbúarnir búnir að slökkva eldinn en slökkviliðið reykræsti.