Íslenskur karlmaður lést af slysförum í Kólumbíu

Rúnar Vincent Jensson.
Rúnar Vincent Jensson.

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri beið bana þegar svifvængur sem hann stýrði hrapaði til jarðar nálægt Medellin í Kólumbíu á gamlársdag. Maðurinn hét Rúnar Vincent Jensson, 32 ára, til heimilis að Laufbrekku 9 í Kópavogi. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Tildrög slyssins voru þau að Rúnar Vincent varð var við ókyrrð í lofti þegar hann kom til lendingar, vængurinn lagðist saman og tókst honum ekki að opna vænginn aftur né kasta út varafallhlíf. Hann féll til jarðar og lést samstundis.

Rúnar var í sex manna hópi úr Fisfélagi Reykjavíkur sem hélt til Kólumbíu um miðjan desember sl. til svifvængjaflugs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert