Geir í góðum félagsskap

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Geir Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra hélt fund á Akureyri í gærmorgun með trúnaðarmönnum flokksins í Eyjafirði. Fundurinn var liður í fundaferð formannsins um landið um þessar mundir. Í gær hitti hann stjórnarmenn flokksfélaga við Eyjafjörð, fulltrúaráð og kjördæmisráð, sveitarstjórnarmenn, þingmenn og nokkra frambjóðendur flokksins til sveitarstjórnarkosninganna í vor.

Að baki Geir er Björn Magnússon, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, með ljósmynd af formanninum, sem Björn kom með á fundinn. Hún verður hengd upp við hlið mynda af fyrrverandi formönnum flokksins á skrifstofunni. Í baksýn má sjá myndir af Geir Hallgrímssyni og Þorsteini Pálssyni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert