Jón og Þorlákur með forustu á Bridshátíð

Frá spilamennskunni í gærkvöldi.
Frá spilamennskunni í gærkvöldi. mbl.is/Arnór

Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson hafa forustu í tvímenningskeppni Bridshátíðar, sem hófst í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. Þegar búið var að spila 40 spil höfðu þeir Jón og Þorlákur fengið 62,66% skor en Peter Fredin frá Svíþjóð og Lars Blakset frá Danmörku 62,16% skor. Í þriðja sæti voru Svíarnir Mårten Gustawsson og Johan Sylvan með 60,44% skor.

Brad Moss og Fred Gitelman voru í 5. sæti, í 6. sæti voru Birkir Jónsson og Steinar Jónsson, í 7. sæti Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason, í 8. sæti Gísli Þórarinsson og Þröstur Árnason, í 9. sæti Erik Sælensminde og Andrew McIntosh og í 10. sæti Guðmundur Sveinsson og Erlendur Jónsson.

Jón og Þorlákur unnu 16 para boðsmót, einskonar forleik að Bridshátíð sem fór fram á miðvikudag.

Tvímenningskeppninni lýkur í kvöld. Á morgun hefst sveitakeppni, sem lýkur á sunnudag.

Heimasíða Bridshátíðar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert