Umferðartafir á Reykjanesbraut

Gufustrók leggur upp af Reykjanesbrautinni.
Gufustrók leggur upp af Reykjanesbrautinni. mbl.is/Júlíus

Miklar umferðartafir eru í báðar áttir á Reykjanesbraut á móts við veitingastaðinn Sprengisand þar sem miklir gufubólstrar stíga til himins, er það vegna hitaveituleiðslu sem hefur rofnað. Lögreglan er á staðnum að stjórna umferðinni og vinna starfsmenn Orkuveitunnar að viðgerð. Þetta gerðist um klukkan 7.40 í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík er ekki búið að laga vatnslekann að fullu en það er verið að vinna að því. Það er að losna um umferðahnútinn sem myndaðist en það gengur hægt og mun taka einhverja stund áður en umferðin getur farið að flæða eðlilega.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur kom í ljós að 40 sentímetra rifa kom á lögnina, líklega vegna tæringar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert