Hópakstur í minningu fólks sem látist hefur í umferðinni

Mik­ill fjöldi öku­manna tók í gær­kvöldi þátt í hópakstri í Reykja­vík, sem nokk­ur bif­reiða- og vél­hjóla­sam­tök stóðu að. Að sögn Vil­helmínu Evu Vil­hjálms­dótt­ur, eins stofn­anda bíla­klúbbs­ins Li­ve2Cruize, var ákveðið að efna til akst­urs­ins í minn­ingu þeirra sem látið hafa lífið í um­ferðarslys­um síðastliðin ár og til að minna á þörf fyr­ir betri aðstæður til akst­urs og bætta öku­kennslu á land­inu.

Haldið var af stað úr miðbæn­um klukk­an 20 í gær­kvöldi og Sæ­braut­in ekin í lög­reglu­fylgd. Ekið var allt að brúnni við Ártúns­brekk­una og svo aft­ur niður í bæ. Haldið var í Borg­ar­tún þar sem fólk gat lagt bíl­um sín­um allt frá plani Heim­ilis­tækja niður að bíla­stæðum Nýherja og hjá fyr­ir­tækj­um þar í kring. Bílanaust út­veguðu kerti sem dreift var og kveikt var á kert­un­um á Sæ­braut­inni.

Vil­helmína Eva benti í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær á að und­an­farn­ar vik­ur hefðu orðið þrjú dauðaslys í um­ferðinni. Tíma­bært væri að auka öku­kennslu ungs fólks og tryggja að það kynni að bregðast við mis­mun­andi aðstæðum í veðri og á veg­um.

Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust hjá lög­regl­unni að hópakst­ur­inn hefði gengið vel fyr­ir sig. Nokkr­ar um­ferðartaf­ir hefðu mynd­ast við miðbæ­inn vegna akst­urs­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert