Spáð allt að 14 stiga frosti í dag

Veðurstofan spáir austan og norðaustan 8-13 m/s, en hægari vindi á Norðausturlandi í dag. Él sunnan og austan til í nótt en léttir smám saman til sunnanlands á morgun. Annars nokkuð bjart veður. Frost 1 til 14 stig, kaldast í innsveitum orðaustanlands.

Éljagangur norðan- og austanlands á miðvikudag en fer að snjóa sunnan- og vestanlands á fimmtudag. Suðaustan strekkingur, slydda eða snjókoma sunnan- og vestanlands á föstudag. Lægir og úrkomulítið um helgina og á mánudag og kólnar heldur í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert