Æfa viðbrögð við Kötlugosi

Björgunarsveitarmenn halda af stað í morgun.
Björgunarsveitarmenn halda af stað í morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson.

Æfingin Bergrisinn fer fram nú um helgina, en æfð eru viðbrögð við Kötlugosi. Í dag fer æfing fram í Vestur-Skaftafellssýslu, og á morgun fer hún fram í Rangárvallasýslu. Rúmlega þrjú hundruð manns munu taka þátt í æfingunum í dag og á morgun.

Meðal þátttakenda verður Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem væntanlega mun mæta á fréttamannafund sem settur verður á svið sem hluti af æfingunni. Íbúar á svæðinu taka einnig virkan þátt í æfingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert