Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli braut samkeppnislög

Þotur á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal frá LTU og Icelandair.
Þotur á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal frá LTU og Icelandair.

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að Flugþjón­ust­an á Kefla­vík­ur­flug­velli (IGS), dótt­ur­fé­lag FL Group, hafi mis­notað markaðsráðandi stöðu sína við af­greiðslu farþega­flug­véla. Fyr­ir­tækið braut sam­keppn­is­lög þegar það gerði 10 einka­kaupa­samn­inga við flug­fé­lög sem lenda á Kefla­vík­ur­flug­velli og með því að gera þýska flug­fé­lag­inu LTU sam­keppn­is­hamlandi til­boð. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur í ákvörðun sinni gert fyr­ir­tæk­inu að greiða 80 millj­óna króna stjórn­valds­sekt til rík­is­sjóðs.

Í niður­stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins seg­ir, að IGS hafi yf­ir­burðastöðu við af­greiðslu á farþega­flug­vél­um í og við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar og sé fé­lagið með yfir 95% markaðshlut­deild. Fram til árs­ins 2001 var fyr­ir­tækið (áður Flug­leiðir) með einka­leyfi til að af­greiða farþega­flug­vél­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Á ár­inu 2001 hóf fé­lagið Vall­ar­vin­ir sam­keppni við IGS. Í kjöl­far þess lækkuðu flugaf­greiðslu­gjöld stór­lega á Kefla­vík­ur­flug­velli. Eft­ir sem áður hafði IGS mikla yf­ir­burði á markaðnum enda annaðist fé­lagið alla af­greiðslu og þjón­ustu fyr­ir syst­ur­fé­lagið Icelanda­ir en þau viðskipti eru stór hluti af öll­um viðskipt­um sem lúta að þjón­ustu við farþega­flug­vél­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Sam­keppnis­eft­ir­litið seg­ir það fara gegn sam­keppn­is­lög­um ef markaðsráðandi fyr­ir­tæki skuld­bind­ur kaup­anda til þess að kaupa alla þjón­ustu eða veru­leg­an hluta henn­ar af því fyr­ir­tæki. Til að viðhalda markaðsyf­ir­ráðum sín­um hafi IGS gert slíka einka­kaupa­samn­inga sem giltu í 3-4 ár við tíu flug­fé­lög sem voru í viðskipt­um við fé­lagið. Með þessu móti hafi sam­keppni um mik­il­væga viðskipta­vini verið úti­lokuð og þess­ar at­hafn­ir IGS hafi verið til þess falln­ar að raska sam­keppni með al­var­leg­um hætti. Það sé niðurstaða Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að með fram­an­greind­um samn­ing­um hafi IGS mis­notað markaðsráðandi stöðu sína.

Eitt af þeim flug­fé­lög­um sem gekk til viðskipta við Vall­ar­vini á ár­inu 2001 var þýska fé­lagið LTU. Það hafði áður verið í viðskipt­um við IGS (Flug­leiðir) sem hafði þá einka­leyfi til að af­greiða farþega­flug­vél­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli. Sam­keppnis­eft­ir­litið seg­ir, að í gögn­um í mál­inu komi fram að LTU hafði talið sig þurfa að sæta ein­ok­un­ar­verðlagn­ingu af hálfu IGS (Flug­leiða) og greiða um 50% hærra verð en ann­ars staðar í Evr­ópu áður en Vall­ar­vin­ir komu til sög­unn­ar og hófu sam­keppni.

Snemma árs­ins 2004 sneri IGS sér til LTU, sem var þá í samn­ings­bundn­um viðskipt­um við Vall­ar­vini. IGS gerði LTU til­boð um all­mikla lækk­un frá því verði sem flug­fé­lagið greiddi Vall­ar­vin­um. Verðtil­boð IGS var lægra en það sem Vall­ar­vin­ir treystu sér til að bjóða og flutti LTU viðskipti sín frá Vall­ar­vin­um til IGS á miðju ferðamanna­tíma­bili árið 2004. Með því náði IGS til sín stærsta viðskipta­vini Vall­ar­vina. Eft­ir að hafa náð til sín viðskipt­um LTU frá Vall­ar­vin­um hef­ur IGS gert fleiri viðskipta­vin­um Vall­ar­vina til­boð til að ná til sín þeirra viðskipt­um.

„Það er niðurstaða Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að ekki hafi verið rekstr­ar­leg­ar for­send­ur hjá IGS fyr­ir því verðtil­boði sem fé­lagið gerði LTU. Ta­prekst­ur var á farþega­flugaf­greiðslu fé­lags­ins árið 2004. Það er mat Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að í til­boði IGS til LTU fal­ist bein­skeitt og sér­tæk aðgerð gegn Vall­ar­vin­um sem hafi verið til þess fall­in að draga úr um­svif­um þess fé­lags og þar með sam­keppni á mik­il­væg­um markaði sem áhrif hef­ur á stór­an hluta ferðaþjón­ustu í land­inu," seg­ir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

Ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert