Tannlæknar á steinöld?

Washingt­on. AP. | Forn­ir tann­lækn­ar boruðu af mik­illi list í tenn­ur, lík­lega til að fjar­lægja skemmd­ir en stund­um til að skreyta, fyr­ir allt að 9.000 árum, að sögn vís­inda­manna. Kom þetta í ljós við rann­sókn­ir á leif­um í forn­um gra­freit í Pak­ist­an.

Sagt er frá rann­sókn­un­um í tíma­rit­inu Nature. Alls fund­ust 11 hol­ur í jöxl­um eft­ir bora í níu hauskúp­um og hef­ur meðferðin án efa verið mjög sárs­auka­full. Bor­arn­ir voru úr tinnu­steini. "Þetta eru svo full­komn­ar hol­ur, svo vel gerðar," sagði Dav­id Frayer, pró­fess­or í mann­fræði við Kans­as-há­skóla í Banda­ríkj­un­um. "Ég sýndi tann­lækn­in­um mín­um mynd­ir [af hol­un­um] og hon­um fannst þær frá­bær­ar."

Í einu til­fell­inu hafði tann­lækn­in­um tek­ist að bora í jaxl að inn­an­verðu og þaðan í átt að framan­verðum munn­in­um. Ekki fund­ust nein­ar fyll­ing­ar en þær gætu hafa verið úr efni sem hef­ur horfið í ald­anna rás.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. þú værir til í að vinna með öðrum að stórum málum, en þú þarft að vera í einrúmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. þú værir til í að vinna með öðrum að stórum málum, en þú þarft að vera í einrúmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir