Tannlæknar á steinöld?

Washington. AP. | Fornir tannlæknar boruðu af mikilli list í tennur, líklega til að fjarlægja skemmdir en stundum til að skreyta, fyrir allt að 9.000 árum, að sögn vísindamanna. Kom þetta í ljós við rannsóknir á leifum í fornum grafreit í Pakistan.

Sagt er frá rannsóknunum í tímaritinu Nature. Alls fundust 11 holur í jöxlum eftir bora í níu hauskúpum og hefur meðferðin án efa verið mjög sársaukafull. Borarnir voru úr tinnusteini. "Þetta eru svo fullkomnar holur, svo vel gerðar," sagði David Frayer, prófessor í mannfræði við Kansas-háskóla í Bandaríkjunum. "Ég sýndi tannlækninum mínum myndir [af holunum] og honum fannst þær frábærar."

Í einu tilfellinu hafði tannlækninum tekist að bora í jaxl að innanverðu og þaðan í átt að framanverðum munninum. Ekki fundust neinar fyllingar en þær gætu hafa verið úr efni sem hefur horfið í aldanna rás.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg