Bað um fullt glas af vodka

Kvartað var und­an ofurölvi manni á veit­ingastað á Sel­fossi síðdeg­is í gær. Maður­inn hafði meðal ann­ars óskað eft­ir að fá glas fullt af vod­ka. Starfs­fólki staðar­ins stóð stugg­ur af mann­in­um, einkum þar sem þar var á sama tíma kom­in sam­an nokk­ur börn vegna barna­af­mæl­is.

Að sögn lög­reglu sinnti maður­inn í engu ósk­um starfs­fólk um að fara út og var því kallað eft­ir aðstoð. Lög­regl­an hand­tók mann­inn og færði í fanga­geymslu þar sem hann gat ekki með góðu móti gert grein fyr­ir sér. Síðar kom í ljós að þarna var á ferð Lit­hái sem hef­ur verið í vinnu hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert