Tillögu um að horfið verði frá flutningi Reykjavíkurflugvallar hafnað

Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur felldi á fundi sín­um í dag til­lögu Ólafs F. Magnús­son­ar, borg­ar­full­trúa F-lista, um að horfið yrði frá brott­flutn­ingi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar úr Vatns­mýr­inni með 14 at­kvæðum allra borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks og R-lista, gegn atvæði Ólafs. Nafnakall var viðhaft við at­kvæðagreiðsluna að ósk Ólafs.

Þegar niðurstaðan lá fyr­ir lagði Ólaf­ur fram svohljóðandi bók­un:
„Ljóst er að afstaða kjör­inna full­trúa í borg­ar­stjórn til flug­vall­ar­ins í Vatns­mýri er í litlu sam­ræmi við þann mikla fjölda Reyk­vík­inga sem vill halda Reykja­vík­ur­flug­velli í Vatns­mýr­inni. Annað býður þeirri hættu heim að flug­völl­ur­inn verði lagður niður og flutt­ur til Kefla­vík­ur. Það myndi hafa ófyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir sam­göngu- og ör­ygg­is­mál í Reykja­vík og á land­inu öllu.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert