Silvía Nótt les upp úr nýrri ljóðabók sinni í sýningarsal B&L á laugardag

Kápa ljóðarbókarinnar, en hún ber heitið Viskutár upp á íslensku.
Kápa ljóðarbókarinnar, en hún ber heitið Viskutár upp á íslensku. mbl.is

Silvía Nótt, les upp úr nýrri ljóðabók sinni í sýningarsal B&L laugardaginn 29. apríl nk. Nýja ljóðabókin nefnist „Teardrops of wisdom“, eða Viskutár, og er einstaklega veglegt 100 blaðsíðna rit í gylltu bandi, að því er segir í tilkynningu.

Silvía hefur lesturinn klukkan 14, en ljóðin fjalla mörg hver um innsta eðli frægðarinnar, ljóma sviðsljóssins og samband stjörnu við aðdáendur. Að upplestri loknum mun Silvía svo árita ljóðabækur sem dregnar verða út í boði B&L og afhentar 20 heppnum gestum, auk þess sem ljósmyndum með eiginhandaráritun stjörnunnar verður dreift á staðnum. Þetta verður eina opinbera framkoma Silvíu Nóttar hér á landi áður en hún heldur utan á vit heimsfrægðarinnar í Eurovision söngvakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert