Silvía Nótt les upp úr nýrri ljóðabók sinni í sýningarsal B&L á laugardag

Kápa ljóðarbókarinnar, en hún ber heitið Viskutár upp á íslensku.
Kápa ljóðarbókarinnar, en hún ber heitið Viskutár upp á íslensku. mbl.is

Sil­vía Nótt, les upp úr nýrri ljóðabók sinni í sýn­ing­ar­sal B&L laug­ar­dag­inn 29. apríl nk. Nýja ljóðabók­in nefn­ist „Te­ar­drops of wis­dom“, eða Viskutár, og er ein­stak­lega veg­legt 100 blaðsíðna rit í gylltu bandi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Sil­vía hef­ur lest­ur­inn klukk­an 14, en ljóðin fjalla mörg hver um innsta eðli frægðar­inn­ar, ljóma sviðsljóss­ins og sam­band stjörnu við aðdá­end­ur. Að upp­lestri lokn­um mun Sil­vía svo árita ljóðabæk­ur sem dregn­ar verða út í boði B&L og af­hent­ar 20 heppn­um gest­um, auk þess sem ljós­mynd­um með eig­in­hand­arárit­un stjörn­unn­ar verður dreift á staðnum. Þetta verður eina op­in­bera fram­koma Silvíu Nótt­ar hér á landi áður en hún held­ur utan á vit heims­frægðar­inn­ar í Eurovisi­on söngv­akeppn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert