Ostasala eykst um 4,5%

Mikil aukning er í sölu á ostum og viðbiti á fyrstu fjórum mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Í viðbitinu er aukning um 4,3%, þar munar mest um 6,6% aukningu í sölu á smjörva en einnig er rúmlega 1% aukning í sölu á smjöri. Ostasalan eykst um 4,5%. Hlutfallslega er aukningin mest í 11% ostum, heil 72%, þar er sneiddur ostur að koma sterkur inn. Einnig er mikil aukning í rjómaostum og rifnum ostum.

Á vefnum naut.is kemur fram að heildarsala Osta og smjörsölunnar á tímabilinu jókst um tæp 70 tonn, úr 1.944 tonnum í 2.013 tonn, sem er 3,5%. Fjöldi söludaga er nákvæmlega sá sami, 81, í ár og í fyrra, þannig að tímabilin eru alveg sambærilega að því leyti. Miðað við þessar sölutölur eru allar líkur á að auka þurfi greiðslumark í mjólk um nokkrar milljónir lítra á næsta verðlagsári, að því er segir á naut.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert