Flugvöllur á Lönguskerjum gæti kostað 22 milljarða

Kostnaður við flugvöll á Lönguskerjum gæti numið 22 miljörðum króna sem er tvisvar sinnum meira en við flugvöll á Hólmsheiði ofan Reykjavíkur. Þetta kom fram við kynningu á vinnu Samráðsnefndar um úttekt á Reykjavíkurflugvelli í dag en sagt var frá þessu í fréttum Útvarpsins.

Nefnd undir forystu Helga Hallgrímssonar, fyrrum vegamálastjóra, hefur gert úttekt á flugvelli í Vatnsmýrinni í breyttu formi eða óbreyttu en einnig hefur verið leitað að flugvallarstæðum á höfuðborgarsvæðinu og hafin er rannsókn á hagfræðilegum afleiðingum þess að innanlandsflug verði áfram í vatnsmýri, eða hvort það verði flutt þaðan, á nýja flugellivelli eða til Keflavíkur.

Staða mála var kynnt ráðherra, borgarstjóra, embættismönnum og fulltrúum flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka