Útlendur plastblómasali rændi aldraða konu í Keflavík

Hér gefur að líta blómin sem maðurinn reyndi að selja …
Hér gefur að líta blómin sem maðurinn reyndi að selja konunni. mbl.is/Hilmar Bragi Bárðason

Lög­regl­an í Kefla­vík leit­ar nú að karl­manni um fer­tugt, sem er dökk­ur á hör­und og stutt­klippt­ur. Hann rændi fjár­mun­um frá aldraðri konu í íbúðum aldraðra við Kirkju­veg í Kefla­vík um miðjan dag í dag. Maður­inn bankaði uppá hjá kon­unni og sagðist vera að selja blóm.

Maður­inn fór á eft­ir kon­unni inn í íbúð henn­ar og tók 5000 krón­ur úr veski henn­ar og hljóp síðan á brott. Gamla kon­an gat ekki gefið lýs­ingu á mann­in­um. Lög­reglu­menn hafa farið hús úr húsi og kom­ist að því að maður­inn hafði víða bankað uppá og boðið blóm til sölu eða óskað eft­ir frjáls­um fjár­fram­lög­um fyr­ir götu­börn í Rúm­en­íu, að talið er.

Í einni íbúðinni fengu lög­reglu­menn af­hend­an plast­blóma­vönd sem maður­inn hafði selt fyr­ir 500 krón­ur. Lög­regl­an ósk­ar nú eft­ir því að ef fólk get­ur veitt upp­lýs­ing­ar um ferðir manns­ins, eða gefið á hon­um grein­argóða lýs­ingu sem gæti leitt til hand­töku hans, hafi sam­band við lög­regl­una í Kefla­vík í síma 420 2400.

Þetta kem­ur fram á vef Vík­ur­frétta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert