Meðalaldur fulltrúa á framboðslistum í sveitarstjórnakosningunum í vor er 43 ár, sem er sami meðalaldur og í kosningunum 2002. Elsti fulltrúi á framboðslista í sveitarstjórnakosningunum í vor er Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, 92 ára. Vilhjálmur er í 18. sæti B-lista framsóknarmanna í Fjarðabyggð.
Tíu frambjóðendur eru 18 ára, samanborið við þrjá í kosningunum 2002. Yngsti fulltrúi á framboðslista í sveitarstjórnakosningunum í vor er Valgeir Pálsson Krüger, nemi. Valgeir varð 18 ára þann 6. maí síðastliðinn og situr í 13. sæti á S-lista Samfylkingarinnar í Eyjafjarðarsveit.
Sá af yngstu frambjóðendunum sem á sæti efst á lista er Sædís Alda Karlsdóttir, 18 ára nemi. Hún er í 8. sæti á L-lista í Grundafjarðarbæ.
Sjá kosningavef félagsmálaráðuneytisins